Fréttir

Herjólfur kemur til hafnar í Eyjum í sumar.

5. desember 2019 : Heildarkostnaður við við ferjuskipti í Vestmannaeyjum undir áætlun

Heildarkostnaður við ferjuskipti í Vestmannaeyjum nemur ríflega 5,3 milljörðum króna með rafvæðingu Herjólfs. Þar af er smíðakostnaður rúmlega 4,5 milljarðar króna. Áætlaður kostnaður við ferjuskiptin var 5,6 milljarðar króna. Heildarkostnaður er því lægri en upphaflega var áætlað.

Skiltið er opnað þegar Kjalarnesvegi er lokað.

28. nóvember 2019 : Nýtt skilti sem vísar á fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi

Nýverið var sett upp skilti 200 metra norðan við syðri afleggjara inn í Grundarhverfi á Kjalarnesi. Skiltið er svokallað samlokuskilti og einungis opnað þegar Kjalarnesvegi er lokað vegna óveðurs eða við aðrar aðstæður sem kalla á opnun fjöldahjálparstöðvarinnar í Klébergsskóla á Kjalarnesi.

Börn eru líklegri til að ganga eða hjóla í skólann ef þau þurfa ekki að þvera þjóðveg.

27. nóvember 2019 : Þjóðvegir í bæjum hafa áhrif á gönguvenjur

Þjóðvegir í þéttbýli á landsbyggðinni hafa mikil áhrif á það hvort börn gangi eða hjóli í skóla. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Ernu Báru Hreinsdóttur, forstöðumanns skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, á málþinginu Börn og samgöngur sem haldið var 18. nóvember síðastliðinn.

Fréttasafn